Verkefnið T&D Frásagnir- Leikræn og stafræn frásögn til þróunar kennslu og þjálfunar er afurð fimm aðila á alþjóðlegum vetfangi með það að markmiði að styðja þróun kennara í fullorðinsfræðslu sem vinna með ungu fólki frá minnishlutahópum í hættu á félagslegri útskúfun og með fötlun, daufdumbum og heyrnarskertum, og innflytjendum (flytja til annars lands eða snúa aftur til heimalands).
Fólk sem tilheyrir þessum hópum á að minnsta kosti eina sameiginlega þörf til að öðlast eða ráða við að verða fullgild í samfélaginu – að fá tækifæri til að miðla raunverulegum aðstæðum sínum á árangursríkan hátt, þrátt fyrir líkamlega og andlega skerðingu, menningarlegan misskilning, ótta og önnur vandamál.
Samskipti eru enn aðallega byggð á orðum – töluðum eða rituðum. En sjónræn samskipti geta haft eins mikil áhrif og fullnægt þörfum ákveðinna þjóðfélagshópa, eins og munnleg samskipti. Í sumum tilfellum geta sjónræn samskipti gefið enn meiri árangur en munnleg.
Til að efla samskiftahæfileika fólks úr tilteknum hópum fullorðinna sem eru í áhættuhópnum, bjóðum við upp á verkfæri til að búa til starf sem byggir á leikrænum og stafrænum frásögnum aðallega í formi sjónrænna samskipta. Við erum samfærð um að notkun mynda (ljósmynda/listaverka), látbragðs, hljóða, þar sem orð eru aðeins lítil hluti af skilaboðum, er frábær lausn til að hjálpa nemendum að kynna sig og einnig til að hjálpa þeim að skilja umheiminn.
Til að veita öflugan stuðning höfum við þróað:
[media-downloader media_id=”1975″ texts=”Handbók”] með lýsingu á stafrænni og leikrænni frásögn til menntunar ásamt sjálfstæðri kennslufræði:
- Aðferðir í notkun – safn af kennslu- og þjálfunarþáttum sem eru tilbúnir til notkunar fyrir fullorðinsfræðslu með hagnýtum verkfærum sem eru gagnlega í þjálfun, til að auka samskiptatækni fyrir fjölbreyttan hóp nemenda
- Stafrænar frásagnir hannaðar af kennurum og nemendum sjálfum
- Dæmi um leikrænar aðferðir til notkunar fyrir fullorðinsfræðslu.
Netvettvangur sem inniheldur öll efni og reynslu hlutdeildarsvæði fyrir kennara, leiðbeinendur og fulltrúa styrktra hópa.
(0)